Hverfisnefnd þjónar AA-deildum en ræður ekki yfir þeim. Á samviskufundi í AA-deild getur AA-félagi talað um þau mál sem honum finnst mikilvæg eða vantar upplýsingar um. Ef samviskufundurinn finnur ekki lausn, fer deildarfulltrúinn með málið inn á hverfisnefndarfund. Í hverfisnefnd er tekið á vandamálum sem deildir ráða ekki við og fundnar leiðir til að efla deildir.
Allar AA-deildir í Reykjavík geta átt deildarfulltrúa í hverfisnefnd. Deildarfulltrúinn upplýsir samviskufundi í deildinni um hvað hverfisnefndin gerir. Mælt er með að ein hverfisnefnd sé fyrir hverjar 20 AA-deildir.
Hverfisnefnd fylgist með því sem fram fer á Landsþjónusturáðstefnunni á ári hverju. Ráðstefnuna sækja allir deildarfulltrúar.
Nefndin rýnir í þjónustuhandbókina, þjónustuhugtökin og annað lesefni um þjónustuna. Deildarfulltrúar kynna sér vel handbókina og hugtökin.
Hverfisnefnd fjallar um samþykkt AA-lesefni: bækur, bæklinga og blöð.
Heldur vinnusmiðjur og ráðstefnur um þjónustuna í AA.
Um hlutverk deildarfulltrúa (GSR)
- Hann er yfirleitt kjörinn til tveggja ára. Þá er líka kosinn varadeildarfulltrúi.
- Samviska deildarinnar ákveður hver edrútími deildarfulltrúa á að vera. Mælt er með tveimur árum.
- Vinnur með hverfisnefnd og er tengiliður deildarinnar við Landsþjónusturáðstefnuna
- Upplýsir deildina um verkefni landsþjónustunnar.
- Lætur deildina vita um póst frá landsþjónustunni.
- Deildarfulltrúinn kynnir sér vel erfðavenjurnar. Hann aðstoðar við lausn á vandamálum sem upp koma í deildinni, sérstaklega þegar þau snúast um erfðavenjurnar.
Upp úr bæklingnum “The AA Group”