Hverfisnefnd 1 í Reykjavík

Velkomin á heimasíðu hverfisnefnda AA-samtakanna. Fundir í Hverfisnefnd 1 eru haldnir annan laugardag í mánuði, frá september til júní, kl. 10-12 (ath. breyttur fundartími frá og með september 2013) í sal 203 að Héðinsgötu 1-3, 105 Rvk. Hverfisnefnd 1 starfar ekki í júlí og ágúst vegna sumarfrís.
Hafi félagar hug á að kynna sér fjármál hverfisnefndar eru þær upplýsingar aðgengilegar hjá deildarfulltrúum.
Einnig skal minnt á að fundir Hverfisnefndar 1 eru opnir öllum AA félögum og er farið yfir skýrslu gjaldkera á hverjum fundi.
Tilgangur Hverfisnefndar 

Hverfisnefnd þjónar AA-deildum en ræður ekki yfir þeim. Á samviskufundi í AA-deild getur AA-félagi talað um þau mál sem honum finnst mikilvæg eða vantar upplýsingar um. Ef samviskufundurinn finnur ekki lausn, fer deildarfulltrúinn með málið inn á hverfisnefndarfund. Í hverfisnefnd er tekið á vandamálum sem deildir ráða ekki við og fundnar leiðir til að efla deildir.

Allar AA-deildir í Reykjavík geta átt deildarfulltrúa í hverfisnefnd. Deildarfulltrúinn upplýsir samviskufundi í deildinni um hvað hverfisnefndin gerir. Mælt er með að ein hverfisnefnd sé fyrir hverjar 20 AA-deildir.

Hverfisnefnd fylgist með því sem fram fer á Landsþjónusturáðstefnunni á ári hverju. Ráðstefnuna sækja allir deildarfulltrúar.

Nefndin rýnir í þjónustuhandbókina, þjónustuhugtökin og annað lesefni um þjónustuna. Deildarfulltrúar kynna sér vel handbókina og hugtökin.

Hverfisnefnd fjallar um samþykkt AA-lesefni: bækur, bæklinga og blöð.

Heldur vinnusmiðjur og ráðstefnur um þjónustuna í AA.

Um hlutverk deildarfulltrúa (GSR)

  • Hann er yfirleitt kjörinn til tveggja ára. Þá er líka kosinn varadeildarfulltrúi.
  • Samviska deildarinnar ákveður hver edrútími deildarfulltrúa á að vera. Mælt er með tveimur árum.
  • Vinnur með hverfisnefnd og er tengiliður deildarinnar við Landsþjónusturáðstefnuna
  • Upplýsir deildina um verkefni landsþjónustunnar.
  • Lætur deildina vita um póst frá landsþjónustunni.
  • Deildarfulltrúinn kynnir sér vel erfðavenjurnar. Hann aðstoðar við lausn á vandamálum sem upp koma í deildinni, sérstaklega þegar þau snúast um erfðavenjurnar.

Upp úr bæklingnum “The AA Group”

Færðu inn athugasemd

Breidd ritils í rithams án truflunar: