Allar færslur eftir admin

Lestur fyrir deildarfulltrúa

Efni sem lagt er til að deildarfulltrúi kynni sér.

Deildarfulltrúinn kynnir sér allt sem hann getur um tólf erfðavenjur og tólf hugtök og les:

 • Þjónustuhandbók AA á Íslandi
 • The AA Service Manual/Twelve Concepts for World Service

…hann kynnir sér bækurnar: 

 • Tólf reynsluspor og tólf erfðavenjur
 • AA slítur barnskónum eða A.A. Comes of Age
 • Tólf hugtök eða Twelve Concepts for World Service

…og bæklingana:

 • The A.A. Group
 • A.A. Tradition – How it developed
 • The Twelve Traditions Illustrated
 • The Twelve Concepts Illustrated
 • Selve-Support: Where Money and Spirituality Mix
 • Inside A.A.
 • Circles of Love and Service

Algengar spurnungar um Hverfisnefnd

Hvað er hverfisnefnd?

Hverfisnefnd er nefnd af samanstendur af 5-20 AA-deildum innan tiltekins landfræðilegs svæðis þar sem kjörnir deildarfulltrúar hittast til að ræða sameiginlega málefni þeirra deilda sem mynda hverfið.

Hvað er megintilgangur hverfisnefndar?

Megintilgangur hverfisnefnda er að vera umræðugrundvöllur og svæðisbundin samviska AA-deilda. Ályktanir hverfisnefnda endurspegla skoðanir deildanna sem mynda hverfið og eru þannig þáttur í endanlegri heildarsamvisku AA sem fram kemur í ályktunum þjónusturáðstefnunnar.

Hvernig getur deildin mín tekið þátt?

Sé deildin búin að kjósa sér deildarfulltrúa þá getur hann tilkynnt þátttöku deildarinnar í hverfisnefnd á sínu svæði.

Hvernig er ný hverfisnefnd mynduð?

Hverfisnefnd samanstendur af 5-20 deildum. Sé engin hverfisnefnd starfandi nálægt deildinni þinni getur þú einfaldlega stofnað nýja hverfisnefnd með nálægum deildum.

Hvernig fær ný hverfisnefnd aðgang að þessarri síðu?

Ný hverfisnefnd getur sótt um aðgang að þessari síðu til að setja inn fundargerðir og upplýsingar um deildir sem mynda hverfið. Sótt er um aðgang með því að senda póst á oddamann Hverfisnefndar 1: oddamadur-hverfisnefnd1@hverfisnefndaa.is.